Table of Contents Table of Contents
Previous Page  8 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 8 / 16 Next Page
Page Background

8

MATVÍS - 2 tbl. 20 árg. 2015

V

Þegar við stofnuðum lífeyrissjóðina á

almenna vinnumarkaðnum var það til þess

að við gætum átt áhyggjulaust ævikvöld í

ellinni. Almannatryggingar voru of rýrar að

okkar mati á þeim tíma. Þær dekkuðu ekki

nema hluta af þeirri tekjuskerðingu sem við

urðum fyrir þegar við færum á ellilífeyri.

Sjóðirnir áttu að bæta við þannig að við

hefðum þokkalega framfærslu á elliárunum.

Þeir sem hafa borgað frá upphafi í líf-

eyrissjóð greiddu bara af dagvinnulaunum

til 1989, (að mig minnir), eftir það var

greitt af öllum launum. Fyrstu greiðslur

í lífeyrissjóðina gufuðu að miklu leyti

upp í verðbólgu en á móti kom að þeir

sem voru með lán frá lífeyrissjóðunum

Var lífeyrissjóðum okkar á almenna

vinnumarkaðnum stolið? 
Stutta svarið er JÁ

greiddu lágar óverðtryggðar afborg-

anir af lánum. Það var ætlast til þess að

sjóðirnir tryggðu okkur rúmlega 50% af

tekjutapinu sem við yrðum fyrir við starfs-

lok til viðbótar því sem við fengjum frá

Almannatryggingum.

Nú er svo komið að þeir sem fá

meira en um kr. 200.000 frá sínum líf-

eyrissjóð fá aðeins um kr. 30.000 frá

Tryggingastofnun. Þeir sem hafa svikist

undan að greiða í lífeyrissjóði fá hinsvegar

fulla greiðslu frá Tryggingastofnun.

Þannig að hið opinbera, embættis- og

stjórnmálamenn, hafa stolið þessum hluta

af okkur sem áttum að eiga rétt á eða um

kr. 170.000 í mánaðarlegar greiðslur. Á

sama tíma hafa þessir aðilar tryggt að þeir

fá ekki minna en 76% af sínum tekju-

skerðingum þegar þeir fara á eftirlaun.

Sveitarfélög og opinber fyrirtæki sem

hafa verið ehf vædd og þurft að taka yfir

lífeyrisskuldbindingar eru að sligast undan

þeim byrðum. Ekki er ósennilegt að við

þurfum að hækka skatta um 5% á næstu

árum til þess að standa undir lífeyris-

skuldbindingum hins opinbera.

Það verð því tveir hópar hér á landi á

meðal ellilífeyrissþega; hinir opinberu og

almúginn. Það má segja að embættismanna-

kerfið hafi komið ár sinni vel fyrir borð.

(Skyldu Grikkir hafa lært af þeim eða öfugt?)

Níels S. Olgeirsson

Gleðileg jól!

Stjórn og starfsfólk MATVÍS

óska félagsmönnum

og fjölskyldum þeirra

gleðilegra jóla og farsældar

á komandi ári.

Eitt kort

35 vötn

6.900 kr

Frelsi til að veiða!

00000

JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS!

Nýttu þér sérkjör á

skrifstofu Matvís

fyrir félagsmenn.

www.veidikortid.is

Orlofshús um páska 2016

Opnað verður fyrir útleigu á orlofshúsum/íbúð 17 febrúar og lokadagur er 28 febrúar.

Hægt er að senda inn umsókn á orlofsvefnum Frímanni og einnig er hægt að

hringja á skrifstofu MATVÍS og leggja inn umsókn þannig.

Punktastaða félaga ræður við úthlutun og teknir eru 12 punktar fyrir leigu.