Table of Contents Table of Contents
Previous Page  9 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 16 Next Page
Page Background

MATVÍS - 2. tbl. 20. árg. 2015

9

Þann 11. nóvember 2015 fóru 10

„Gamlir“ félagar í Klúbbi matreiðslu-

meistara í fræðsluferð austur að

Kirkjubæjarklaustri. Í hópnum Gamlir

KM eru 14 stofnendur klúbbsins, frá16.

febrúar 1972. Höfum við farið í nokkrar

fræðsluferðir á síðustu árum til að heim-

sækja fyrirtæki í matvælagreinum, fá

lýsingu á starfsemi þeirra og ræða málin

faglega við stjórnendur. Þessir aðilar hafa

skipst á skoðunum um hin ýmsu mál sem

varða reksturinn og vonum við að báðir

aðilar hafi haft gagn og gaman af.

Lagt var af stað frá bílastæði Perlunnar

klukkan hálf níu að morgni á stórum

bílaleigubíl og sá Hilmar um aksturinn

eins og í fyrri ferðum. Ekið var austur

að N1 stöðinni á Hvolsvelli, þar sem

sumir léttu á sér, og hópurinn fékk sér

kaffisopa. Húsráðendur komu óvænt með

heitar upprúllaðar pönnukökur, okkur

til mikillar ánægju. Þá var ekið sem leið

liggur að Hótel Geirlandi þar sem góð-

kunningi okkar flestra, Erla F. Ívarsdóttir

matreiðslumeistari og eigandi, tók á

móti hópnum og sýndi okkur húsakost

staðarins. Þarna eru 40 ljómandi hótel-

herbergi og matsalur. Þá var sest að borð-

haldi og bauð Erla okkur uppá smakk af

tvíreyktu hangikjöti frá bænum Borgarfell

en Sigfús Sigurjónsson er mikill áhuga-

maður um íslenskan mat. Frábært bragð

og lungamjúkt undir tönn, borið fram

með ljúfri piparrótarsósu. Á meðan við

Fræðsluferð

Gamlir KM, 11. nóvember 2015

borðuðum sagði Erla okkur frá ýmsu um

uppbyggingu Hótel Geirlands og einnig

frá lærlingsárum sínum hjá Ib Wessman,

sem var þá yfirkokkur á Naustinu. Ib er

sannarlega guðfaðir KM. Þá fengum við

smjörsteikta klausturbleikju sem borin var

fram með risotto, krydduðu með þurrk-

uðum skógarsveppum og salati. Frábær

réttur matreiddur af hótelstjóranum sem

skýst í eldhúsið af og til. Svo var kaffi

borið fram. Ljúfur hádegisverður með

frábærum gestgjafa.

Þá var um 10 mínútna akstur að

sláturhúsinu að Seglbúðum þar sem

við ætluðum að skoða það sem kallast

í dag Handverkssláturhús. Þar tóku á

móti okkur eigendur staðarins, Erlendur

Björnsson og kona hans Þórunn

Júlíusdóttir. Þau hjón sögðu okkur þá

raunasögu sem þau höfðu þurft að ganga

í gegnum til að fá starfsleyfi og lýstu fyrir

okkur öllum þeim steinum sem kerfið

hafði lagt í götu þeirra. Að lokum fengu

þau starfsleyfi hjá heilbrigðisráðherra.

Síðan var farið í gegnum sláturferlið í

smáatriðum og margir hlutir ræddir.

Það kom greinilega fram að þarna var

farið sérlega vel með skepnurnar fram að

slátrun og sjálft sláturferlið var unnið af

mikilli lagni og góðum skilningi á því sem

hafa þarf í huga. Þar spilar blóðgun og

fláning mikið hlutverk og sýndist okkur

það vera unnið af bestu mögulegu reynslu.

Ekki er slátrað nema um 60 dýrum á dag.

Eftir slátrun og innanúrtöku er kjötið kælt

rólega niður fyrsta sólarhringinn og síðan

kælt meira og geymt í kæli, alls í fjóra

sólarhringa. Eftir þessa moðnun er kjötið

bútað niður, pakkað og fryst.

Taka skal sérstaklega fram, að ekkert

rafmagn er notað við slátrun þarna, en

það er gert í öllum öðrum sláturhúsum

og höfum við matreiðslumeistarar miklar

efasemdir um gæði þess. Síðan byrjað

var að nota rafmagn við slátrun hafa all

Kaffi á Hótel Geirlandi.

Í handverkshúsinu að Seglbúðum.